fbpx
4. fl.stelpur í mfl

Ungir leikmenn að taka sín fyrstu skerf með mfl. kvenna.

Framtíðin í kvennaknattspyrnu hjá Fram er svo sannarlega björt.

Síðasta föstudag spiluðu þrír leikmenn sinn fyrsta leik í meistaraflokki þegar Fram tapaði fyrir Víkingi í Reykjavíkurmótinu. Þær Berglind Reynisdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Þóra Lind Guðmundsdóttir, spiluðu allar stóran hluta leiksins og stóðu sig mjög vel. Allar þrjár voru félaginu og þeim sjálfum til mikils sóma.

Á liðnu Reykjavíkurmóti hafa því alls fimm uppaldar FRAM stelpur spilað sinn fyrsta meistaraflokksleik, en Karen Hallgrímsdóttir og Silja Katrín Gunnarsdóttir spiluðu sína fyrstu leiki fyrr í mótinu. Þær spiluðu einnig báðar gegn Víkingi.

Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá þessar fimm glæsilegu stelpur, sem allar eru fæddar 2008 og því á eldra ári í 4.flokki, standa sig jafn vel og þær gerðu gegn virkilega sterkum andstæðingi.

Við óskum þessum flottu stelpum til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með þeim næstu árin.

Knattspyrnudeild Fram

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!