fbpx
Leikir KK - 2022-02-21T093818.945

Karen Knúts framlengir samning sinn

Karen Knúts framlengir samningsinn til næstu þriggja tímabila!
 
Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna að Karen hefur skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Karen þarf ekki að kynna fyrir nokkrum áhugamanni um handbolta enda hefur hún verið einn besti leikmaður efstu deildar kvenna síðan hún kom aftur heim úr atvinnumennsku vorið 2017. Karen er fyrirmynd yngri leikmanna innan vallar sem utan og leiðtogi í okkar frábæra kvennaliði.
 
“Karen er frábær leikmaður og karakter sem lið sem vilja vera í fremstu röð myndu öll vilja hafa innan sinna raða. Það er einkar ánægjulegt fyrir okkur í Fram að hún ætli að taka slaginn áfram en það er ekki síður mikilvægt fyrir kvennahandboltann á Íslandi enda er Karen án vafa ein af þeim betri sem hefur spilað íþróttina hér á landi.” segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður hkd. Fram.
 
Áfram Fram!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!