fbpx
Jessie ray

Jessie Ray semur við Fram

Meistaraflokkur kvenna hefur samið við bandaríska framherjann Jessie Ray um að spila með liðinu í sumar.

Jessie er 24 ára gömul og frá Portland í Oregon. Hún spilaði með Seattle U í bandaríska háskólaboltanum þar sem hún var markahæst þrjú ár í röð ásamt því að leggja upp mikið af mörkum.

Eftir háskólann spilaði hún með Maccabi Kishronot Madera í Ísrael og MSV Duisborg í þýsku B deildinni.

Jessie getur leyst allar stöður í sókninni og kemur vonandi til með að styrkja liðið verulega í baráttunni í sumar.

Við bjóðum Jessie Ray hjartanlega velkomna og hlökkum til að sjá hana í bláu treyjunni í sumar! 

Knattspyrnudeild Fram 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!