Á laugardaginn var, var leikur hjá meistaraflokki karla gegn Víking í Olísdeildinni,sem endaði með sigri Fram 25 – 23.
Deildin ákváð að þessi leikur yrði styrktarleikur til að hjálpa Ingunni Gísladóttur, sjálfboðaliða og stjórnarmanni í félaginu og dóttir hennar. Okkur langaði að aðstoða þær við að greiða upp kostnaðarsama aðgerð vegna emdómetriosis sem dóttir hennar fór í hjá Klínikinni í febrúar sem er ekki greidd af SÍ.
Söfnunin gekk heldur betur vel. 701.045 krónur söfnuðust sem er frábærar fréttir fyrir Ingunni og fjölskyldu. Þökkum öllum þeim sem lögðu söfnunni lið fyrir hjálpina.
Gefðum Ingunni orðið:
“Ég er orðlaus yfir því hvað Frammarar, leikmenn annara liða, stuðningsmenn og vinir og ættingjar, lögðust á eitt til að hjálpa okkur. Leikmenn Víkings, eftirlitsmaður, dómarar og íþróttafréttamenn borguðu sig allir inn á leikinn til að styrkja okkur.
Þessir styrkir og stuðningur er okkur mæðgum ómetanlegur.
Við þökkum ykkur öllum sem lögðu hönd á plóg alveg kærlega fyrir ykkar framlag og stuðning “