Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson landsliðsþjálfarar Íslands U20 karla hafa valið leikmannahóp sem kemur saman til æfinga og keppni 14. – 20. mars. Liðið leikur svo tvo æfingaleiki við Dani föstudaginn 18. mars kl. 20:00 og laugardaginn 19. mars kl. 16:00. Báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum
Við Framarar erum stoltir af því að eiga einn fullrúa í þessum landsliðshópi Íslands en markvörðurinn Arnór Máni Daðason var valinn frá Fram að þessu sinni.
Arnór Máni Daðason Fram
Gangi þér vel Arnór Máni
ÁFRAM FRAM