fbpx
Leikmannasigning_banner betri

Jannik Pohl til Fram

Knattspyrnudeild Fram kynnir til leiks með miklu stolti og tilhlökkun, framherjann Jannik Pohl.

Jannik er 25 ára danskur leikmaður sem er uppalinn í Álaborg þar sem hann hóf feril sinn sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Hjá Álaborg vakti Jannik mikla athygli á árunum 2015 til 2018 og skrifaði hann undir samning við hollenska úrvalsdeildarliðið FC Groningen eftir tímabilið 2018. Eftir að hafa farið á láni til danska félagsins AC Horsens gekk hann að lokum alfarið í raðir þeirra árið 2020 þar sem hann hefur spilað síðan.

Það er mikill heiður og ánægjuefni að Jannik hafi kosið Fram sem sinn næsta áfangastað á ferlinum. Í heildina hefur Jannik spilað 34 landsleiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

Stjórn knattspyrnudeildar Fram er afar ánægð að ná samkomulagi við Jannik Pohl og er sannfærð um að hann muni reynast mikilvægur hlekkur í baráttunni í Bestu Deildinni í sumar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!