fbpx
Leikir KVK (100)

Karen, Steinunn, Hafdís og Þórey valdar í landsliðið!

Þjálfarateymi A-landslið kvenna hafa valið 18 leikmenn sem mæta Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM 2022.

Liðið mætir Svíþjóð á Ásvöllum miðvikudaginn 20. apríl kl. 19:45, aðgangur er ókeypis á leikinn í boði Icelandair. Stelpurnar okkar halda þá til Serbíu og leika þar ytra laugardaginn 23. apríl kl. 16:00. Það er síðasti leikurinn í riðlakeppninni og er nú þegar ljóst að það verður úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum og þar með sæti á EM í nóvember.

Leikmannahópur Íslands:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (37/1)
Hafdís Renötudóttir, Fram (34/1)

Aðrir leikmann:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (29/30)
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (4/0)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (12/12)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (49/80)
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (88/98)
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (3/7)
Karen Knútsdóttir, Fram (104/370)
Lovísa Thompson, Valur (27/64)
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2)
Rut Jónsdóttir, KA/Þór (106/223)
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (10/30)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (36/50)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (65/50)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (52/82)
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (36/41)
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (111/327)

Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV en við hvetjum fólk til að mæta á leikinn á Ásvöllum og styðja stelpurnar okkar.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0