Kæru félagar í Framherjum stuðningsmannaklúbbi knattspyrnudeildar Fram.
Mánaðarlegar kortagreiðslur hafa undanfarin ár farið í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra. Það kerfi er nú að hætta og munu greiðslurnar framvegis fara í gegnum Sportabler.
Við viljum því biðja félaga í Framherjum um að fara inn á Sportabler | Vefverslun og ganga frá nýrri skráningu.
Hér má sjá allar upplýsingar um Framherja; uppfærða gjaldskrá og hvað er innifalið: FRAMHERJAR – Fram
Næsti heimaleikur Fram í Bestu deildinni er svo gegn ÍA á mánudagskvöld kl. 19:15 í Safamýrinni. Framherjar geta nálgast Framherjakortin sín á skrifstofum Fram í Úlfarsárdal og Safamýri föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí.
Þeir sem vilja geta líka fengið Framherjakortin sín send á rafrænu formi í gegnum Stubb appið. Þeir sem það vilja eru beðnir um að senda tölvupóst á dadi@fram.is. Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru nafn korthafa, kortategund (brons, silfur, gull, eða demantur) og símanúmer.