Starfið hjá almenningsíþróttadeild Fram hefur sjaldan verið öflugra og horfum við björtum augum til framtíðarinnar í Úlfarsárdal.
Fótbolta Fitness er nýjung á Íslandi þar sem blandað er saman fjölbreyttum styrktar-, þol og fótboltaæfingum. Námskeiðið hefst 9. maí og er fyrir allar konur 25 ára og eldri sem vilja prófa eitthvað nýtt.
Fit í Fram er heiti á nýju verkefni fyrir eldri borgara. Boðið verður upp á göngu og liðkandi æfingar núna í maí en í haust verður leikfimi í glæsilegu íþróttahús Fram.
Skokkhópur Fram er með byrjendanámskeið núna í maí þar sem æft er undir leiðsögn reyndra þjálfara. Frábær hreyfing í skemmtilegum félagsskap.
Allir velkomnir að slást í hópinn og um að gera að láta fjölskyldu og vini vita. Nánari upplýsingar eru að finna inn á ALM.ÍÞRÓTTIR á fram.is.