fbpx
Fyrir heimasíðu (26)

Fram Open – skráning í gangi!

FRAM Open hefur í gegnum tíðina einkennst af gleði, glaumi og snilldartilþrifum lærðra sem leikinna. Mótið er opið öllum stuðningsmönnum FRAM og öðrum velunnurum félagsins.
 
Stemmningin sem skapast hefur á FRAM Open gerir það að verkum að gefa mætti út ríkisábyrgð fyrir skemmtilegum félagsskap en vel hefur verið mætt á mótið undanfarin ár.
 
FRAM Open 2022 fer fram á golfvellinum Öndverðarnesi föstudaginn 5. ágúst og hefst klukkan 13:00.
 
Hyggilegt er að þátttakendur séu mættir á svæðið u.þ.b. hálftíma fyrr. Ræst verður út á öllum teigum kl. 13:00.
 
Skráning er hafin inn á Golfboxinu – Þú getur skráð þig með eftirfarandi hlekk: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039…
 
Keppnisgjaldið er kr. 12.990- og þarf að greiða við skráningu inn á golfbox. Ekki við tekið við skráningu öðruvísi. Gerum þó undanþágu ef viðkomandi er ekki í klúbb.
Innifalið er mótsgjald, teiggjöf og matur eftir mót.
Mikilvægt að skrá sig sem fyrst, því fullt hefur verið á mótið undanfarin ár.
 
Og já, við lofum bongóblíðu eins og alltaf!
 
Frekari upplýsingar, skráning þeirra sem eru ekki í klúbb og beiðni um holl má senda á toggi@fram.is

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!