Það verður sannkölluð kvennaveisla í Úlfarsárdal, laugardaginn 24. september.
Kl. 13:30 hefst leikur meistaraflokks kvenna, ríkjandi Íslandsmeistara, í handbolta gegn HK. Þetta er annar leikur liðsins í Olís deildinni þetta tímabilið og því tímabært að byrja að mæta á leikina og vera með í partýinu frá upphafi.
Um leið og handboltanum lýkur hefst leikur meistaraflokks kvenna í knattspyrnu gegn Völsungi í síðustu umferð 2. deildar kvenna. Stelpurnar tryggðu sér titilinn í síðasta leik og fá því bikarinn afhentan á laugardaginn. Enginn Frammari má missa af því.
Allir sem kaupa miða á handboltaleikinn fá jafnframt aðgang að fótboltaleiknum.
Sjoppan verður opin og stútfull af góðgæti, ljúffengir framborgarar í boði beint af grillinu og allt Fram samfélagið verður bláklætt og í trylltu stuði.
Í ljósi umræðu síðustu daga (vikna, mánaða og ára) er mikilvægt að Fram fjölskyldan standi upp og sýni hvers virði stelpurnar okkar eru okkur.
Mætum, styðjum stelpurnar og sýnum að Frammarar af öllum kynjum eru alvöru meistarar, bæði innan og utan vallar.
Knattspyrnu- og Handknattleiksdeild FRAM