fbpx
7.flokkur

Glæsileg uppskeruhátíð í Úlfarsárdal

Það ríkti hátíðarstemning í Úlfarsárdalnum laugardaginn 17. september þegar uppskeruhátíð yngri flokka knattspyrnudeildarinnar fór fram. Veðrið lék við Framara, mætingin var frábær og afar ánægjulegt var að sjá iðkendur og foreldra þeirra gera sér glaðan dag til að fagna nýafstöðnu tímabili yngri flokka.

Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt, þar sem iðkendum voru veittar viðurkenningar, boðið var uppá grillaðar pylsur og ullarsykur ásamt því að hægt var að spreyta sig á knattþrautum.  Iðkendur í 6., 7. og 8. flokki fengu viðurkenningarskjöl þar sem þeim var þakkað fyrir þeirra framlag á starfsárinu. Í 3., 4. og 5. flokki voru veitt verðlaun til bestu leikmanna starfsársins og þeirra leikmanna sem mestar framfarir hafa sýnt á árinu. 

Í 5. flokki kvenna hlaut Kristín Hólmfríður Hauksdóttir verðlaun fyrir mestar framfarir og Rebekka Ósk Elmarsdóttir fyrir besta leikmann.
Róbert Viðar Daníelsson hlaut verðlaun fyrir mestar framfarir í 5. flokki karla og Patrekur Máni Kárason fyrir að vera besti leikmaðurinn.
Í 4. flokki kvenna hlaut Anna Margrét Þorláksdóttir verðlaun fyrir mestar framfarir og Silja Katrín Gunnarsdóttir fyrir að vera besti leikmaðurinn.
Í 4. flokki karla var Óskar Jökull Finnlaugsson verðlaunaður fyrir mestar framfarir og Viktor Bjarki Daðason hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaður flokksins. 
Í 3. flokki karla hlaut Hlynur Örn Andrason verðlaun fyrir mestar framfarir á síðasta ári og Egill Máni Bender hlaut verðlaun fyrir að vera besti leikmaðurinn.

Sævar Halldórsson leikmaður 2. flokks hlaut Eiríksbikarinn þetta árið. Það er hefð fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna Eiríksbikarinn sem er gefinn af Ríkharði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára, til minningar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann úr Fram. Eiríksbikarinn er veittur þeim einstaklingi sem með ástundun sinni og framkomu innan sem utan vallar er sjálfum sér og félaginu til sóma.

Sævar er frábær félagsmaður sem hefur þjálfað yngri flokka Fram með miklum sóma undanfarin ár. Hann er ávallt reiðubúinn til að hjálpa sínu félagi við margvísleg störf sem til falla ásamt því að hafa verið iðkandi hjá Fram alla sína tíð. Hann er því vel að Eiríksbikarnum kominn.

Fleiri myndir hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-uppskeruhtyngriflokka/

? @toggipop

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!