Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands U17 hefur valið æfingahóp U17 ára landsliðs karla til æfinga dagana 10.-12.október n.k. Liðið mun taka þátt í undankeppni EM 2023 í lok október og eru þessar æfingar liður í undirbúningi þess verkefnis. Lokahópur verður valinn til þátttöku í undankeppni EM eftir þessar æfingar.
Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga einn fulltrúa í þessum æfingahópi Íslands en Breki Baldursson var valinn frá Fram að þessu sinni.
Breki Baldursson Fram
Gangi þér vel Breki.
ÁFRAM FRAM