fbpx
Árgangamót allir

Glæsileg tilþrif á árgangamóti í knattspyrnu

Laugardaginn 8. október fór fram Árgangamót knattspyrnudeildar Fram.

Glæsilegur hópur vaskra fótboltakappa á ýmsum aldri mætti í Úlfarsárdalinn. Eins og búast mátti við þá voru tilþrifin oft glæsileg, þó þau allra mikilfenglegustu hafi yfirleitt verið óvart, og menn létu aldur og fyrri störf ekki trufla sig neitt í að spila frábæran fótbolta. Nema þeir sem urðu stífir, tognuðu og fundu fyrir bakverk. Þeir létu það trufla sig smá. Það var svo síst til að draga úr gleðinni að geta skvett í sig alvöru hressingu á milli leikja eða, í sumum tilfellum, jafnvel í miðjum leik.

Það var í raun áberandi að því eldri sem keppendur voru, því betur gekk þeim á mótinu. Allavega framan af. Með árunum virðist fótboltagreindin bara hækka, líkt og kollvikin. Hinsvegar kemur fótboltagreindin þér aðeins ákveðið langt þegar líkaminn fer ekki fullkomlega eftir fyrirmælum. Þannig voru margfaldir meistarar elsta liðsins í góðri forystu framan af móti en þeim fataðist svo aðeins flugið þegar fætur, bak og hinar og þessar taugar fóru að gefa sig.

Það var á endanum árgangur 1987 sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Niðurstaðan var ekki óumdeild, þar sem hressingin milli leikja hafði eitthvað ruglað yfirdómara mótsins í ríminu og hann skráð úrslit leikja örlítið ónákvæmt. En það þýðir ekki að deila við dómarann, sama hvaða ástandi hann er í, svo 1987 árgangurinn hóf bikarinn á loft við mikinn fögnuð þeirra sjálfra og engra annarra.

Eftir frábært mót var svo boðið upp á pylsur og enn meiri hressingu í veislusal félagsins. Við þökkum öllum keppendum kærlega fyrir þátttökuna og vonum að næst mæti jafnvel enn fleiri í stuðið. 

Myndir frá mótinu má finna hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-rgangamtfram/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!