fbpx

Helgina 15. – 16. október var Mjólkurbikarmót Fylkis fyrir 6. og 7.flokk stráka og stelpna haldið í Árbænum.

Fram sendi heil 23 lið til þáttöku í mótinu í þetta sinn, 12 strákalið og 11 stelpulið. Það voru því rúmlega 100 glæsilegir Frammarar og foreldrar þeirra sem mættu fyrir hönd félagsins í Árbæinn þessa helgi. Öll lið báru nöfn meistaraflokka karla og kvenna.

Veðrið var týpískt íslenskt októberveður. Skítakuldi og vindur úr öllum áttum en okkar leikmenn létu það ekkert á sig fá og sýndu glæsilega takta í gegnum mótið. Úrslitin voru eðlilega upp og ofan, en leikgleðina vantaði ekki og það er það sem skiptir öllu máli. Svona mót eru mikill lærdómur fyrir alla og virkilega gaman að sjá leikmenn spreyta sig gegn jafnöldrum úr öðrum liðum. Allir þáttakendur fengu svo þátttökumedalíu, kókómjólk og gjafabréf.

Tvö lið úr 6.flokki kvenna fengu svo bikar fyrir að hafa unnið sína riðla, Fram Jessie Ray og Fram Erika. Við óskum þeim og öllum þátttakendum til hamingju með flotta frammistöðu á mótinu. Við þökkum þátttakendum, þjálfurum og foreldrum líka fyrir að hafa verið félaginu til sóma þessa helgina. Síðast en ekki síst þökkum við Fylki fyrir að bjóða upp á þetta glæsilega mót.

Nokkrar myndir frá mótinu má nálgast hér: https://framphotos.pixieset.com/2022-mjlkurbikarmtfylkis/

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!