Knattspyrnudeild Fram leitar að skapandi og skemmtilegum sjálfboðaliðum á öllum aldri innan félagsins sem vilja taka þátt í að móta samfélagsmiðla deildarinnar.
Verkefni Fram miðla eru mörg og fjölbreytileg og það er bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að vinna að þeim. Þar má nefna að taka myndir á leikjum og viðburðum, að hanna grafík fyrir allt auglýsingaefni deildarinnar, sinna öllum helstu samfélagsmiðlum, útbúa vídjóefni, taka viðtöl og almennt þróa ímynd félagsins og skapa skemmtilegt efni. Allar hugmyndir í þeim efnum eru vel þegnar.
Fólk með kunnáttu eða reynslu af samfélagsmiðlavinnu, grafík og/eða ljósmyndun er auðvitað sérstaklega velkomið.
Að því sögðu er nóg af verkefnum fyrir alla sem hafa áhuga og þeir sem telja sig ekkert kunna en hafa áhuga á að hjálpa til geta fengið alla þá kennslu sem þarf, hvort sem er að ræða kennslu við íþróttaljósmyndun, myndvinnslu og einfalda grafík vinnu.
Þú þarft ekki að eiga neinar græjur og þú þarft ekki að kunna neitt. Ef þú vilt hjálpa til, þá ertu mikið meira en velkomin(n).
Hafið samband í toggipop@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.