Þorsteinn Gauti Hjálmarsson valinn í landsliðið!
Þið lásuð það rétt því finnska landsliðið hefur falast eftir kröftum Gauta nú í janúar.
Amma Gauta í föðurætt var finnsk og fyrir tilstilli þess var hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir hann þegar hann var barn.
,,Ég lét þá úti í Finnlandi vita að ég væri til í að skoða möguleikann á því að spila fyrir þá og þannig fór boltinn að rúlla. Ég fékk boð að mæta til æfinga í janúar og taka þátt í æfingarmóti í Lettlandi fyrstu helgina í jan. Ég reikna með að ég og þeir taki stöðuna eftir mótið og skoði framhaldið. Ég þekki lítið til þeirra og styrkleika, hins vegar verður gaman og spennandi að máta sig við þá og aðra í þessu æfingamóti á nýju ári” sagði Þorsteinn Gauti
Við óskum Þorsteini Gauta til hamingju með valið.
Gangi þér vel eða eins og Finnarnir myndu segja, Onnea!