Knattspyrnudeild Fram hefur samið við Adam Örn Arnarson um að leika með félaginu til ársins 2024.
Adam 27 ára gamall, öflugur og reynslumikill hægri bakvörður sem hefur komið víða við á ferlinum. Adam á að baki 8 ár í atvinnumennsku með NEC Nijmegen í Hollandi, Nordsjælland í Danmörku, Álasundi og Tromsø í Noregi ásamt Górnik Zabrze í Póllandi. Einnig hefur Adam spilað landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands og á einn A-landsleik. Adam kemur frá Breiðablik en lék síðari hluta síðasta tímabils á láni með Leikni.
“Adam er mjög gæðamikill leikmaður og hefur litið inn á æfingar hjá okkur undanfarið, hann á flottan feril og hefur verið atvinnumaður lengst af á sínum ferli. Við bindum miklar vonir við Adam og kynnum hann með stolti” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email