Knattspyrnudeild Fram hefur samið við Adam Örn Arnarson um að leika með félaginu til ársins 2024.
Adam 27 ára gamall, öflugur og reynslumikill hægri bakvörður sem hefur komið víða við á ferlinum. Adam á að baki 8 ár í atvinnumennsku með NEC Nijmegen í Hollandi, Nordsjælland í Danmörku, Álasundi og Tromsø í Noregi ásamt Górnik Zabrze í Póllandi. Einnig hefur Adam spilað landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands og á einn A-landsleik. Adam kemur frá Breiðablik en lék síðari hluta síðasta tímabils á láni með Leikni.
“Adam er mjög gæðamikill leikmaður og hefur litið inn á æfingar hjá okkur undanfarið, hann á flottan feril og hefur verið atvinnumaður lengst af á sínum ferli. Við bindum miklar vonir við Adam og kynnum hann með stolti” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.