fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Elaina-1

Elaina LaMacchia til liðs við Fram

Meistaraflokkur kvenna hefur samið við bandaríska markvörðinn Elaina LaMacchia um að spila með liðinu í Lengjudeildinni tímabilið 2023.

Elaina er 22 ára markvörður sem sló í gegn í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún spilaði með UMW í Milwaukee. Þar þykir hún vera einn besti leikmaður skólans frá upphafi og sankaði að sér metum og viðurkenningum. Eftir útskrift samdi hún við Pink Bari CF í ítölsku B deildinni.

Við hlökkum mikið til að fá Elaina til liðs við félagið og teljum hana vera frábæran liðsstyrk fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar.

Við bjóðum hana innilega velkomna í Úlfarsárdalinn.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!