Meistaraflokkur kvenna hefur samið við bandaríska markvörðinn Elaina LaMacchia um að spila með liðinu í Lengjudeildinni tímabilið 2023.
Elaina er 22 ára markvörður sem sló í gegn í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún spilaði með UMW í Milwaukee. Þar þykir hún vera einn besti leikmaður skólans frá upphafi og sankaði að sér metum og viðurkenningum. Eftir útskrift samdi hún við Pink Bari CF í ítölsku B deildinni.
Við hlökkum mikið til að fá Elaina til liðs við félagið og teljum hana vera frábæran liðsstyrk fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar.
Við bjóðum hana innilega velkomna í Úlfarsárdalinn.