Indriði Áki hefur verið seldur til ÍA frá Fram. Indriði hefur leikið 121 leik fyrir Fram í tveimur deildum á fimm keppnistímabilum. Indriði gekk til liðs við Fram árið 2015 og lék þá til 2017, hann gekk svo aftur til liðs við Fram árið 2021 og átti stóran þátt í því að koma Fram aftur í efstu deild.
“Indriði hlaut viðurkenningu á lokahófinu í haust eftir að hann komst í 100 leikja klúbb félagsins. Hann hefur leikið stærstan hluta á sínum ferli með Fram og er því stuðnings fólki vel kunnugur.
Við þökkum honum kærlega fyrir sitt framlag í bláu treyjunni og óskum honum velfarnaðar með ÍA á komandi tímabili.” sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.