Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að bæta við sig. Í þetta sinn er það Ólína Sif Hilmarsdóttir sem gerir tveggja ára samning við félagið og mun því spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.
Ólína er uppalinn Frammari en hefur einnig spilað með Aftureldingu og Fjölni en hún kom einmitt þaðan að láni til Fram fyrir síðasta tímabil þar sem hún spilaði stórt hlutverk í frábærum árangri liðsins í 2. deild kvenna. Hún getur leyst báðar kantstöðurnar og spilað framarlega á miðjunni.
“það er okkur sönn ánægja að Ólína Sif sé komin alfarið yfir til Fram. Ólína kom inn í liðið stuttu fyrir mót á láni frá Fjölni og átti stórgott tímabil. Hún er skemmtilegur og litríkur karakter sem okkur þjálfurum hlakkar til að halda áfram samstarfi við og vonumst við eftir áframhaldandi bætingum og frammistöðum hjá henni. Einnig viljum við koma fram þökkum til Fjölnis varðandi félagaskiptin.” sagði Óskar Smári, annar aðalþjálfari meistaraflokks kvenna.
Velkomin heim Ólína!