fbpx
Jolablak 2022

Fjör í blakinu!

Það hefur verið í nægu að snúast hjá Blakfélagi FRAM á síðustu dögum. Um síðustu helgi tóku tvö kvennalið og eitt karlalið þátt í annarri túrneringu í Íslandsmótinu sem haldið var í Mosfellsbæ. Það má með sanni segja að liðin koma reynslunni ríkari frá helginni með gott veganesti til framtíðar. Öll lið náðu einhverjum sigrum, en kannski ívið of mörgum töpum að þessu sinni. Næsta keppnishelgi er í mars, en þá halda dömuliðin á Akureyri en herraliðið brunar austur á Neskaupstað. 

 

Á síðustu æfingu fyrir jól gerðu liðin sér glaðan dag og héldu í hefðina frá fyrri árum með því að standa fyrir léttu innanfélagsmóti. Á mótinu spiluðu tónlistin, veitingar og góður félagsskapur lykilhlutverk. Á jólagleði blakfélagsins voru tilnefningar um íþróttafólk ársins úr blak hópnum tilkynnt. Í ár voru það Steinunn Inga Björnsdóttir og Páll Þórir Daníelsson sem hlutu þessa tilnefningu, en fyrir utan það að standa sig vel í íþróttinni hafa þau bæði gefið mikið af sér í þágu liðsins og liðsheildarinnar með jákvætt viðmót að vopni. 

 

Árið fer vel sem sagt af stað hjá blakdeildinni, stemningin er góð og hópurinn alsæll með góða aðstöðu í nýjum húsakynnum Fram í Úlfarsárdalnum. 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!