fbpx
Jón Erik í braut góð vefur

Jón Erik Sigurðsson keppti fyrir hönd Íslands í alpagreinum á HM í Frakkalandi

Við FRAMarar áttum í liðinni viku keppanda á HM í alpagreinum en mótið fór fram í  Courchevel Meribel í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Fram á keppanda á HM á skíðum en Jón Erik Sigurðsson var einn af þremur keppendum frá Íslandi í alpagreinum.

Jón Erik keppti í tveimur greinum á mótinu í stórsvigi og svigi. Jón Erik hóf keppni í stórsvigi á fimmtud. 16. feb. Jón stóð sig vel og endaði í 38. sæti en hefði þurft að vera á meðal 25. bestu til að komast áfram í aðalkeppni mótsins.
Jón Erik keppti svo í undankeppni HM í svigi á laugard. 18. feb. en náði ekki að klára fyrri ferðina og þar með úr leik að þessu sinni.
 
Jón Erik var að keppa í fyrsta skipti með landsliði Íslands á HM fullorðina en hefur áður tekið þátt í stórum keppnum í flokkum ungmenna fyrir hönd Íslands.
Sannarlega efni á ferð og gaman fyrir okkur Framara að eiga keppanda í landsliði Íslands á HM í fullorðinsflokki, það er klárlega ekki á hverjum degi sem það gerist.

Til hamingju Jón Erik, vel gert.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!