Rúnar Kárason, fv. landsliðsmaður í handbolta, mun ganga til liðs við Fram fyrir næstu leiktíð.
Rúnar er uppalinn hjá Fram en fór utan í atvinnumennsku árið 2009 og spilaði bæði í Þýskalandi og í Danmörku, lengst af með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi.
Hann er nú samningsbundinn ÍBV og mun klára yfirstandi tímabil með Eyjamönnum, en mun sem fyrr segir ganga til liðs við Fram fyrir næsta vetur.
Skrifað var undir samning við Rúnar á blaðamannafundi nú í morgun!