fbpx
Leikir KK - 2023-03-14T131714.608

Elna og Berglind í Fram!

Berglind Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir í Fram!
 
Berglind og Elna hafa báðar skrifað undir tveggja ára samninga við handknattleiksdeild Fram og munu ganga til liðs við okkur fyrir næsta tímabil. Báðar hafa þær leikið allan sinn feril með HK en hafa lítið spilað í vetur vegna meiðsla.
 
Berglind Þorsteinsdóttir er vinstri skytta og afar sterkur varnarmaður sem hefur verið viðloðandi A-landslið síðastliðin ár.
 
Elna Ólöf er línumaður og hefur verið einn sterkasti varnarmaður deildarinnar síðastliðin tímabil.
 
Þær eru báðar fæddar árið 1999 og eru því ungar að árum. Þær munu reynast okkar frábæra kvennaliði mikill liðstyrkur og við hlökkum til að sjá þær spila í bláu treyjunni á næsta tímabili.
 
Velkomnar í Fram Elna og Berglind!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!