fbpx
íþróttaskóli

Almenningsíþróttadeild Fram 20 ára

Almenningsíþróttadeild Fram var stofnuð 26. mars árið 2003.

Fyrstu árin var boðið upp á íþróttaskóla fyrir börn 3-6 ára og leikfimi fyrir fullorðna, síðan bætist skokkhópur Fram við í Grafarholti og sumarið 2022 fóru verkefnin Fit í Fram, fyrir aldraða, Fótbolta Fitness fyrir konur 25+ og Þrek og þol í loftið. 

Fjölbreytnin hefur aukist með árunum og getum við með stolti sagt að deildin bjóði upp á hreyfingu fyrir allan aldur. Við hvetjum áhugasama á að kynna sér framboðið á heimasíðu Fram https://fram.is/ undir ALM.ÍÞRÓTTIR.

Afmælinu var fagnað á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í gær.
Á myndinni er nýkjörin stjórn deildarinnar. 


F.v. Ingi, Hólmfríður Jóna,  Jóna Hildur formaður, Ásdís og Kristín Leopoldína, auk þeirra sitja í stjórn Guðrún Ásta og Þóra.

Góða helgi, 

Jóna Hildur

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!