fbpx
íþróttaskóli

Almenningsíþróttadeild Fram 20 ára

Almenningsíþróttadeild Fram var stofnuð 26. mars árið 2003.

Fyrstu árin var boðið upp á íþróttaskóla fyrir börn 3-6 ára og leikfimi fyrir fullorðna, síðan bætist skokkhópur Fram við í Grafarholti og sumarið 2022 fóru verkefnin Fit í Fram, fyrir aldraða, Fótbolta Fitness fyrir konur 25+ og Þrek og þol í loftið. 

Fjölbreytnin hefur aukist með árunum og getum við með stolti sagt að deildin bjóði upp á hreyfingu fyrir allan aldur. Við hvetjum áhugasama á að kynna sér framboðið á heimasíðu Fram https://fram.is/ undir ALM.ÍÞRÓTTIR.

Afmælinu var fagnað á aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í gær.
Á myndinni er nýkjörin stjórn deildarinnar. 


F.v. Ingi, Hólmfríður Jóna,  Jóna Hildur formaður, Ásdís og Kristín Leopoldína, auk þeirra sitja í stjórn Guðrún Ásta og Þóra.

Góða helgi, 

Jóna Hildur

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!