fbpx
3. fl.ka. Íslandsmeistari 2023

FRAM Íslandsmeistari í 3. flokki karla 2023

Strákarnir okkar í 3. flokki karla urðu í dag Íslandsmeistarar 2023 eftir sigur á Haukum í hörku úrslitaleik, 40-35.

Úrslitahelgi yngriflokka fór fram í Úlfarsárdalunum í dag, það var því líf og för í dalnum í allan dag sem lauk með leik Fram og Hauka.

Fram byrjaði leikinn í dag frekar illa, voru ekki alveg að finna sig varnarlega og voru ekki sannfærandi sóknarlega. Það breyttist þó jafnt og þétt, liðið náði betri og betri tökum á leiknum, staðan í hálfleik 20-19 Fram í vil.

Síðari hálfleikur var svo eign Fram sem bætti fljótlega við forskot sitt og má segja að úrslit leiksins hafi aldrei verið í hættu.  Fram strákarnir sterkari á öllum sviðum leiksins.

Reynir Þór Stefánsson var í leikslok valinn maður leiksins en drengurinn skoraði 10 mörk og lék mjög vel í þessu leik.

Til hamingju Framarar

P.s Fullt af myndum koma fljótlega hérna inn, endilega kíkið á stemminguna. https://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!