fbpx
4p

Góður árangur Fram í keppni í tækni

Síðasta keppnismótið í Poomsae (tækni) á tímabilinu fór fram um helgina. Mótið var hluti af mótaröð Taekwondosambandsins og var að þessu sinni haldið hjá Björkunum í Hafnarfirði.
Fram átti ellefu keppendur  á aldrinum 9- 22 ára á mótinu, tíu í C flokki og einn í B flokki. Mótið gekk afskaplega vel og allir stóðu sig frábærlega að vanda.

Í hópi byrjenda áttu þær Dagbjört Mía Friðriksdóttir og Sonia Fjóla Mileris frábæran dag og voru framúrskarandi í barna flokki og tóku gull og silfur í einstaklingskeppni stúlkna og gullverðlaun saman í keppni para.

Í flokki drengja fékk Sverrir Logi Sigurþórsson Silfur og Kristófer Arnarsson 3. Sætið og bronsverðlaun.
Flokkur cadet er alltaf fjölmennur og erfiður keppnisflokkur. Fram átti þrjá frábæra keppendur þar (sjá forsíðumynd) og tók Nojus Gedvilas gullið að þessu sinni, Jóhannes Þór Gíslason bronsið og Arnar Freyr Brynjarsson kom svo þar rétt á eftir. Þessir þrír eru mikið efni og verður spennadi að fylgjast með þeim í keppni hópa næsta vetur.
Stúlknaflokkurinn í þessum aldurshópi var líka fjölmennur og grjótharður en stelpurnar okkar, þær Alexandra Sigurjónsdóttir og Elísa Björk Hjörleifsdóttir, gerðu sér lítið fyrir og vippuðu sér báðar á verlaunapall með silfur og brons. Þær endurtóku svo leikinn og tóku silfrið í parakeppninni.

Einu keppendur okkar í fullorðins flokki voru þau Eva Þóra Hauksdóttir og Sveinbjörn Sævar Sigurðsson sem tóku gull og silfur í sameinuðum flokki karla og kvenna. Þau kepptu einnig saman í parakeppninni, en þar sem þau voru eina parið í þessum flokki þá var gullið þeirra og má með sanni segja að þau hafi sigrað sjálfan sig.
Eva var einnig öflug í dómgæslu á mótinu og lét sér ekki muna um að hoppa í keppnisgallann á milli dómarastarfa.

Eini keppandinn okkar í B flokki (fyrir rauð belti) að þessu sinni var Lilja Jóhanna Birgisdóttir. Lilja er á sínu fyrsta ári í B flokki sem er fullgildur keppnisflokkur á mörgum stórmótum. Lilja hefur alla tíð verið afar sigursæll keppandi og hún hélt uppteknum hætti nú og sigraði örugglega í sínum flokki. Frammistaða hennar náði athygli landsliðsþjálfarans sem bauð henni að hefja æfingar með íslenska landsliðinu í Poomsae. Lilja var því mætt á sína fyrstu landsliðsæfingu kl 9 á sunnudags morguninn. Við óskum henni innilega til hamingju enda spennandi tímar framundan.

Til hamingju öll með frábæra frammistöðu um helgina.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!