Rakel Dögg Bragadóttir og Sigurjón Björnsson hafa valið hóp fyrir verkefni sumarsins en liðið tekur þátt á EM í Svartfjallalandi 2. – 14. ágúst. Til undirbúnings leikur liðið vináttuleiki gegn Færeyingum ytra 9. – 12. júní.
Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu en æfingatímar og frekari upplýsingar koma inn á Sportabler á næstu dögum.
Hópinn má sjá hér fyrir neðan, allar nánari upplýsingar veita þjálfarar.
Þjálfari:
Rakel Dögg Bragadóttir, rakel.bragadottir@gmail.com Sigurjón Björnsson, sonni31@gmail.com
Framarar í leikmannahópnum:
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram