Hólmsheiðarhlaupið verður haldið í annað sinn 29. júní n.k., en hlaupið er samstarfsverkefni Almenningsíþróttadeildar Fram og Ultraform. Hlaupið er utanvegahlaup og verða tvær vegalengdir í boði, 10 km og 22 km, en lengri vegalendin gefur eitt ITRA stig.
Hlaupið er að mestu á malarstígum á Hólmsheiði, auk þess sem farnar eru tvær ferðir á Úlfarsfell hjá þeim sem fara lengri vegalengdina. Hlaupaleiðin er mjög skemmtileg og fjölbreytt og gefur góða innsýn í þetta frábæra útvistarsvæði sem leynist í austurjaðri borgarinnar.
Hlaupið hefst við Ultraform í Grafarholti, en hlauparar koma í mark á nýjum og glæsilegum fótboltavelli Fram í Úlfarsárdal, sem er hluti af nýjum íþróttamannvirkjum þar.
Hólmsheiðarhlaupið 2022 var kosið utanvegahlaup ársins hjáwww.hlaup.is. Hlauparar hafa því greinilega verið ánægðir með hlaupið og umgjörð þess og verður að teljast góður árangur m.v. að um nýtt hlaup er að ræða.
Skráning: https://hlaup.is/vidburdir/holmsheidarhlaup-ultraform-og-fram-29-06-2023/?fbclid=IwAR0c0QyQ9O6kWLR2aZ5HjVmnNWrKLgd4_7nQpyGndedmVYGp6yyuVWdOsDs
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email