fbpx
Leikir KK - 2023-05-30T125612.483

Lena komin heim!

Lena er komin heim
 
Þau stórtíðindi urðu í dag í íslenskum handbolta að Lena Margrét Valdimarsdóttir skrifaði undir 2 ára samning við uppeldisfélagið sitt, Fram. Lena er, eins og þekkt er, einn allra besti leikmaður á Íslandi í dag, á sæti í A landsliði Íslands og hefur farið á kostum í Olísdeildinni í vetur. Lena er feikilega öflug bæði í vörn og sókn, hefur mikla handbolta greind og kemur til með að styrkja liðið í þeim átökum sem framundan eru. Það eru virkilega ánægjulega fréttir að fá Lenu aftur heim og við hlökkum til að sjá hana spila í nýju höllinni okkar á komandi vetri.
 
„Fram er uppeldisfélag mitt, hér þekki ég marga og það er gott að vera komin aftur. Liðið er mjög vel mannað og ljóst að við munum vera í mikilli baráttu í vetur. Einar þjálfari er með skýra sýn á hvernig við ætlum að spila og hvað við ætlum að gera. Það verður gaman að taka þátt í því.“ segir Lena Margrét
 
„Lena er frábær. Það er ekki spurning. Ég hef fylgst með henni frá því í yngri flokkunum í Safamýri og það er rosalega gott að hún sé komin aftur í Fram. Lena mun styrkja okkur verulega og ljóst að við erum núna komin með lið sem mun keppa um titla í vetur.“ segir Einar Jónsson

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!