fbpx

Síðasta bikarmótið í bardaga á tímabilinu var haldið í Keflavík nú um helgina.
Mótið var óvenju seint á tímabilinu og var því þátttaka með minna móti og því ekki allir okkar keppendur sem fengu bardaga. Fram átti þó tvo keppendur sem báðir stóðu sig frábærlega.
Sverrir Logi Sigurþórsson sigraði sinn bardaga og fékk því gullverðlaun í flokki Cadet C.
Bjarki Kjartansson keppti í A flokki fullorðinna og byrjaði daginn á góðum sigri í fyrri bardaganum. Hann varð þó að láta í minni pokann í síðari bardaganum gegn sterkum andstæðingi og hlaut því verðskuldað silfur.

Til hamingju strákar með frábæran árangur!

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!