fbpx
jakomót selfoss júní 2023

Jakó mótið á Selfossi fór fram helgina 3.-4. júní. 

Jakó mótið er mót fyrir yngra ár 7.flokks drengja og er því fyrsta stóra sumarmót flestra iðkenda. Í ár sendi Fram 4 lið til þáttöku í mótinu og er skemmst frá því að segja að okkar drengir voru áberandi glæsilegir á velli og mikil stemmning í hópnum.

Úrslitin voru auðvitað allskonar og líklega aðeins þeir allra áköfustu sem fylgdust sérstaklega með marka- eða stigaskori. Það sem skiptir máli er að iðkendum fannst ákaflega gaman, lærðu heilan helling og fara frá þessu móti með jákvæða upplifun og góðar minningar. 

Allt skipulag mótsins var til fyrirmyndar eins og venjulega og Selfyssingum til mikils sóma. Við þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að mæta að ári.

Myndir frá mótinu eru hér:  https://framphotos.pixieset.com/2023-jakmti/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!