Í gærkvöldi 5. júní fór fram lokahóf 3. og 4. flokks handknattleiksdeildar. Leikmönnum var boðið í veislusalinn okkar í Úlfarsárdal í hamborgara og desert. Vísindaleg könnun var gerð á því hvort keppnisskapið væri nokkuð komið í sumarfrí með Pub-quiz spurningakeppni með góðum árangri.
Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur en öll geta þau verið stolt af liðnum vetri.
Í ár var í fyrsta skipti veitt verðlaunin Framarinn. En Framarinn er aðili sem er mikilvægur fyrir félagið. Sýnir af sér góða framkomu innan og utan vallar og er góð fyrirmynd. Fyrstur til að hljóta þau verðlaun var Tindur Ingólfsson.
Haraldur Þorvarðarson þjálfari hans hafði þetta um Tind að segja:
“Tindur spilaði með 3 liðum í vetur örugglega yfir 100 leiki, ekki stakt væl. Vann bikar og íslandsmeistari í 3.fl lið 1 sem fyrirliði, lið 2 vann hann deildina sem fyrirliði. Spilaði með U liðinu held ég alla leikina.
Tindur þjálfar líka yngri flokka hjá félaginu og er að mínu mati frábær karakter og fyrirmynd.”
Framarinn: Tindur Ingólfsson
4 kvk
Besti leikmaður: Sylvía Dröfn Stefánsdóttir
Mestar framfarir: Silja Katrín Gunnarsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Silja Jensdóttir
4 kk
Besti leikmaður: Viktor Bjarki Daðason
Mestar framfarir: Alex Unnar Hallgrímsson
Mikilvægasti leikmaður: Kristófer Tómas Gíslason
3 kvk
Besti leikmaður: Sóldís Rós Ragnarsdóttir
Mestar framfarir: Íris Anna Gísladóttir
Mikilvægasti leikmaður: Ingunn María Brynjarsdóttir
3 kk
Besti leikmaður: Breki Hrafn Árnason
Mestar framfarir: Marel Baldvinsson
Mikilvægasti leikmaður: Tindur Ingólfsson
Til hamingju Framarar