fbpx
Hómsheiðarhlaup 2023 vefur

Hólmsheiðarhlaup FRAM og Ultraform fimmtudag 29. júní

Hólmsheiðarhlaup Ultraform og Fram
Hólmsheiðarhlaupið verður haldið í annað sinn 29. júní n.k., en hlaupið er samstarfsverkefni Almenningsíþróttadeildar Fram og Ultraform.
Hlaupið er utanvegahlaup og verða tvær vegalengdir í boði, 10 km og 22 km, en lengri vegalendin gefur eitt ITRA stig. Hlaupið er að mestu á malarstígum á Hólmsheiði, auk þess sem farnar eru tvær ferðir á Úlfarsfell hjá þeim sem fara lengri vegalengdina. Hlaupaleiðin er mjög skemmtileg og fjölbreytt og gefur góða innsýn í þetta frábæra útvistarsvæði sem leynist í austurjaðri borgarinnar.

Hlaupið hefst við Ultraform í Grafarholti, en hlauparar koma í mark á nýjum og glæsilegum fótboltavelli Fram í Úlfarsárdal, sem er hluti af nýjum íþróttamannvirkjum þar.
Veglegir vinningar verða fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum vegalengdum og útdráttarvinningar, auk þess sem hlaupurum verður boðið upp á hamborgara eftir hlaup.Hólmsheiðarhlaupið 2022 var kosið utanvegahlaup ársins hjá www.hlaup.is. Hlauparar hafa því greinilega verið ánægðir með hlaupið og umgjörð þess og verður að teljast góður árangur m.v. að um nýtt hlaup er að ræða.

Hlauparar eru hvattir til að taka þátt í þessu frábæra hlaupi, hvort heldur sem er í skemmri eða lengri vegalengdinni. Fyrir þá sem ekki taka þátt í hlaupinu sjálfu, er upplagt að leggja leið sína í Grafarholtið og Úlfarsárdal þetta fimmtudagskvöld og upplifa stemminguna, hvetja hlaupara og fagna þeim þegar þeir koma í mark.

Athugið að Úlfarsbraut og Fellsvegur hjá Íþróttamiðstöð Fram verður lokaður fyrir almennri umferð frá kl. 18:00 – 21:00 og bílastæðið fyrir framan Ultraform við Kirkjustétt frá kl. 16:00 – 19:00. Þar sem hlauparar fara í gegnum Paradísardal og um stíga á Hólmsheiði, eru hundar vinsamlegast beðnir um að sýna hlaupurum tillitssemi á meðan þeir fara framhjá.

Skráning í hlaupið fer fram á www.hlaup.is.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!