fbpx
QF2 - Iceland vs Portugal, 2023 IHF MEN’S JUNIOR (U21) WORLD CHAMPIONSHIP, Berlin, Germany, 29.06.2023, Mandatory Credit © Sasa Pahic Szabo / kolektiff

Til hamingju Stefán Orri og Ísland U 21

Við Framarar fögnum árangri U 21 árs landsliðs karla í handbolta í lokakeppni HM nýverið þegar það gerði sér lítið fyrir og náði þar í bronsverðlaun.

Frábær árangur og sá besti sem landslið á þessum aldri hefur náði í 30 ár.

Fram á sinn fulltrúa í þessu landsliði.

Það er hægri hornamaðurinn knái Stefán Orri Arnalds.

Stefán Orri sem er tvítugur uppalinn Framari sem hefur hann tekið miklum framförum undanfarin ár, enda einstaklega duglegur og samviskusamur við æfingar.

Stefán Orri spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki Fram með U-liði Fram fyrir einum þremur árum.
Hann er nú orðin fastamaður í aðalliði meistaraflokks Fram.  Hann spilaði 20 leiki með Fram liðinu síðasta tímabil í OLÍS – deildinni og skoraði í þeim 37 mörk.  Einnig spilaði hann 7 leiki með Fram U í Grill  deildinni og skoraði í þeim 21 mark.


Til hamingju með árangurinn Stefán Orri og allir hinir landsliðs strákarnir

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!