Á síðustu dögum og vikum hafa okkar ungu leikmenn í landsliðum Íslands verið á fullu við keppni á hinum ýmsu mótum víða um Evrópu.
Max Emil Stenlund hefur nýlokið keppni með landsliði Íslands U17 á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar í Maribor í Slóvenínu en þar náði liðið 5. sæti eftir spennandi lokaleik við Noreg.
Ingunn María Brynjarsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir eru á fullu með með landsliði Íslands U17 á EM í Svartfjallalandi. Stelpurnar okkar hafa staðið sig vel en mótið er firnasterkt og hefur liðið núna lokið tveimur leikjum og því vonandi mikið eftir.
Breki Hrafn Árnason, Eiður Rafn Valsson, Kjartan Þór Júlíusson og Reynir Þór Stefánsson hafa allir verið að spila með landsliði Íslands U19 á HM í Króatíu. Gengi liðsins hefur verið upp og ofan en okkar leikmenn verið að spila vel. Liðið mun núna leika um sæti 17-32.
Sannarlega glæsilegt íþróttafólk sem við Framarar eigum.
Hægt að fylgjast með á
Gangi ykkur vel ÁFRAM FRAM og Ísland.