Handboltaæfingar hjá FRAM hefjast 1. september skv. æfingatöflu sem nú þegar hefur verið birt á heimasíðu FRAM. Skráning er hafin í gegnum Sportabler. https://www.sportabler.com/shop/fram/handbolti
Nú er treyjuár og er treyja innifalin í æfingagjaldi iðkenda sem gengið hafa frá greiðslu æfingagjalda fyrir 15. september og hafa skuldbundið sig til iðkunar á vorönn þar sem greiðsludagsetningin er 15. janúar.
Treyjumátun mun fara fram í byrjun september og fá allir skráðir iðkendur sent pöntunarskjal þar sem skrá þarf viðeigandi upplýsingar vegna treyjupöntunar. Einnig verður hægt að panta stuttbuxur, varatreyju og sokka í gegnum sama pöntunarskjal.
https://fram.is/handbolti-aefingatoflur-grafarholt/
Kv. Unglingaráð handknattleiksdeildar Fram