Frábærar fréttir úr herbúðum meistaraflokks karla.
Aron Kári Aðalsteinsson hefur samið við FRAM út tímabilið 2025. Aron Kári er öflugur hafsent sem hefur undanfarin ár stundað nám í Bandaríkjunum og komið síðan til liðs við okkur yfir sumartímann. Nú er hann fluttur heim og getum við ekki beðið eftir því að hafa hann hjá okkur að fullu.
ÁFRAM FRAM
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email