Nýr æfingatími og staður.
Skokkhópur Fram hefur starfað í 14 ár samfleitt, mest allan tímann verið með aðstöðu í Leirdal í Grafarholti.
Nú verður sú breyting á að æfingar á mánudögum færast í Úlfarsárdal í íþróttamiðstöð Fram. Þjálfari er Andrés C R Rubiano, æfingar eru kl 18:30 – 19:30 bæði úti og inni í litla salnum, eftir aðstæðum.
Aðrar æfingar verða áfram frá Leirdal, á miðvikudögum kl 18:00 – 19:00, fimmtudögum kl 18:00 – 19:00 og laugardögum kl 9:00 – 11:00. Sjá nánari upplýsingar undir Almenningsíþróttir hér á heimasíðu Fram.
Allar æfingar taka mið af getu hvers og eins, henta öllum jafnt byrjendun og vönum. Fyrsti mánuður frír. Ekki þörf á að æfa sig áður en mætt er.