Hallgrímur Jónasson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari meistaraflokka karla og kvenna hjá handknattleiksdeild FRAM. Þá mun hann einnig sinna markmannsþjálfun yngri flokka.
Hallgrímur er einn reyndasti markmannsþjálfari landsins og hefur auk þess sinnt þjálfun yngri flokka um árabil. Hann hefur áður starfað sem þjálfari og aðstoðarþjálfari hjá FRAM, ÍR, Selfossi, Fjölni og Víkingi. Hann hefur einnig starfað sem markmannsþjálfari hjá m.fl. karla hjá Víkingi og Fjölni og í m.fl. kvenna hjá ÍR. Þá á hann að baki farsælan feril sem handknattleiksmarkmaður.
Það er ánægjulegt fyrir FRAM að fá Hallgrím til starfa.