Knattspyrnufélagið Fram hélt vinnustofu laugardaginn 2. sept. þar sem komu saman einstaklingar úr öllum deildum, stjórnir, stjórnendur og aðrir hagaðilar innan félagsins. Um var að ræða daglangan vinnufund þar sem farið var yfir þau mál sem brenna á félaginu, hvert skal stefna á komandi árum í nýju hverfi með nýjar áskoranir.
Markmið fundarins var aðhorfa til framtíðar og velta upp ólíkum sviðsmyndum og þá mynd sem félagið getur tekið á sig á næstu árum með hliðsjón af þróun samfélags, tilgangi og umfangi félagsins.
Markmið þessarar vinnustofu var að marka eða skerpa á stefnu félagsins, þannig að stefnan sé leiðbeinandi við daglegar ákvarðanir í starfsemi og rekstri, ekki síður leiðbeinandi í óvæntum eða stærri ákvörðunum.
• Skýra framtíðarsýn
• Tilgreina helstu markmið með starfsemi félagsins
• Ákveða hvernig verður unnið að markmiðunum
Unnið var í svokölluðum “vinnustofum” en það er öflug leið til að vinna saman að mikilvægum málum, forgangsraða, taka stöðuna, undirbúa og taka ákvarðanir.
Fundurinn tókst vel og var almenn ánægja með hvernig til tókst, Kristinn Hjálmarsson hjá Nótera sá um að stýra fundinum og taka saman niðurstöður. Það verður svo í höndum félagsins og stjórna þess að taka boltann að vinna eftir þeim niðurstöðum á næstu misserum.
Knattspyrnufélagið Fram