TÆKNIÞJÁLFUN FRAM – Aukaæfingin skapar meistarann!
Knattspyrnudeild Fram ætlar að bjóða upp á námskeið fyrir leikmenn í 3.-5. flokki félagsins. Á námskeiðinu er lögð áhersla á tækniþjálfun og kenndar æfingar sem eru kjörnar til þess að æfa sig sjálf/ur í út á velli.
Æft verður fjóra laugardaga í röð frá kl. 12:00 í Egilshöll. Skipt verður í hópa eftir aldri og er hver æfing 45 mínútur. Fyrsta æfing er laugardaginn 14. október.
Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðið til þess að tryggja gæði þjálfunarinnar.
Ingólfur Sigurðsson verður þjálfari námskeiðsins, en hann hefur mikla reynslu af tækniþjálfun. Æfingar Ingólfs sækja innblástur til Hollands þar sem hann lék á unglingsaldri með Heerenveen.
Námskeiðsgjald er 10.000 kr.
Tækninámskeið | Fram – Fótbolti | SHOP | Sportabler