fbpx
verð

Íslandsmótið í formum

Íslandsmótið í formum fór fram um helgina og átti Taekeondodeildin þar átta keppendur sem unnu það frábæra afrek að komast allir á verðlaunapall.

Í C-flokkum landaði deildin þremur Íslandsmeistara titlum og nældi í eitt silfur að auki.

Í einstaklingskeppninni hampaði Sveinbjörn Sævar Sigurðarson Íslandsmeistaratitlinum í flokki fullorðinna og Stormur Sigurður Benonýsson varð íslandsmeistari í einstaklingskeppni unglinga.
Í stúlkna flokki varð Alexandra Sigurjónsdóttir í öðru sæti í keppni einstaklinga en varð Íslandsmeistari í keppni para ásamt Elísu Björk Hjörleifsdóttur.

Í B-flokki unnust tvö silfurverðlaun og tvö brons.

Eva Þóra Hauksdóttir Hafnaði í öðru sæti í unglingaflokki, bæði í einstaklingskeppninni og í keppni para þar sem hún keppti með pilti úr ÍR. Eva sinnti einnig dómsgæslu á mótinu.
Í flokki drengja kepptu þeir Arnar Freyr Brynjarsson og Nojus Gedvilas og stóðu þeir sig frábærlega á þessu fyrsta móti síni í B-flokki. Nojus hafnaði í þriðja sæti í þessum terka og fjölmenna flokki og saman unnu þeir Arnar einnig brons verðlaun í keppni þriggja manna hópa ásamt félaga þeirra úr Ármanni.

Í A- flokki átti deildin einn keppanda að þessu sinni og keppti Jenný María Jóhannsdóttir á sínu fyrsta móti í flokki svartbeltinga. Jenný stóð sig frábærlega og uppskar silfurverðlaun bæði í einskaklingskeppni kvenna og parakeppninni ásamt félaga sínum úr Ármanni.

Til hamingju með frábæran árangur.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!