fbpx
verð

Íslandsmótið í formum

Íslandsmótið í formum fór fram um helgina og átti Taekeondodeildin þar átta keppendur sem unnu það frábæra afrek að komast allir á verðlaunapall.

Í C-flokkum landaði deildin þremur Íslandsmeistara titlum og nældi í eitt silfur að auki.

Í einstaklingskeppninni hampaði Sveinbjörn Sævar Sigurðarson Íslandsmeistaratitlinum í flokki fullorðinna og Stormur Sigurður Benonýsson varð íslandsmeistari í einstaklingskeppni unglinga.
Í stúlkna flokki varð Alexandra Sigurjónsdóttir í öðru sæti í keppni einstaklinga en varð Íslandsmeistari í keppni para ásamt Elísu Björk Hjörleifsdóttur.

Í B-flokki unnust tvö silfurverðlaun og tvö brons.

Eva Þóra Hauksdóttir Hafnaði í öðru sæti í unglingaflokki, bæði í einstaklingskeppninni og í keppni para þar sem hún keppti með pilti úr ÍR. Eva sinnti einnig dómsgæslu á mótinu.
Í flokki drengja kepptu þeir Arnar Freyr Brynjarsson og Nojus Gedvilas og stóðu þeir sig frábærlega á þessu fyrsta móti síni í B-flokki. Nojus hafnaði í þriðja sæti í þessum terka og fjölmenna flokki og saman unnu þeir Arnar einnig brons verðlaun í keppni þriggja manna hópa ásamt félaga þeirra úr Ármanni.

Í A- flokki átti deildin einn keppanda að þessu sinni og keppti Jenný María Jóhannsdóttir á sínu fyrsta móti í flokki svartbeltinga. Jenný stóð sig frábærlega og uppskar silfurverðlaun bæði í einskaklingskeppni kvenna og parakeppninni ásamt félaga sínum úr Ármanni.

Til hamingju með frábæran árangur.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!