Rúnar Kristinsson tekur við starfi aðalþjálfara karlaliðs Fram og hefur samið til ársins 2026. Rúnar þarf varla að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum enda hefur Rúnar loftað bæði íslands- og bikarmeistaratitlinum þrisvar sinnum hér á landi sem þjálfari. Rúnar hefur einnig starfað sem þjálfari erlendis en hann stýrði þar Lilleström í Noregi og Lokeren í Belgíu.
Rúnar var einnig mjög farsæll leikmaður og var lengi vel leikjahæsti landsliðsmaður Íslendinga með 104 leiki, þá lék hann sem atvinnumaður með Örgryte, Lillestrom og Lokeren á sínum 21 árs langa ferli.
„Viðræður við Rúnar hafa gengið vel, nafnið bar strax á góma þegar við fengum fréttir þess efnis að hann væri að losna og höfðum því samband að tímabilinu loknu. Stefnan var að ráða þjálfara í fullt starf sem myndi passa í þá stefnumótum sem er í gangi í klúbbnum, því er mjög ánægjulegt að geta kynnt þjálfara að þessari stærðargráðu líkt og Rúnar er.“ Sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.
Við hvetjum alla Framara til að bjóða Rúnar hjartanlega velkomin til starfa hjá félaginu.