Katrín Ásta er uppalin hjá FH og kom þaðan til Fram á láni um fyrir síðasta tímabil. Hún spilaði 15 leiki með Fram í Lengjudeildinni síðasta sumar og stóð sig virkilega vel. Það er því mikið gleðiefni að hún færi sig alfarið til félagsins.
Katrín er kraftmikill og hugrakkur leikmaður sem getur spilað bæði í hægri og vinstri bakvarðastöðunni. Hún er aðeins 18 ára og á því fullt inni og við hlökkum mikið til að sjá hana þróast áfram sem leikmaður Fram.
Velkomin í dal draumanna Katrín Ásta!