Handknattleiksdeild FRAM hefur orðið við beiðni Marko Coric um að kveðja félagið vegna fjölskylduaðstæðna. Marko mun spila síðasta leik sinn fyrir FRAM á föstudagskvöld.
Marko og eiginkona hans eiga von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. Þau hafa tekið ákvörðun um að búa fjölskyldunni heimili í heimalandi sínu, Króatíu. FRAM virðir þá ákvörðun og kveður Marko með söknuði. Hann hefur verið góður liðsmaður innan sem utan vallar.
Við óskum Marko og fjölskyldu hans alls hins besta í komandi framtíð.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email