fbpx
Partillecup

FRAM var fyrsta íslenska liðið til að vinna Partille Cup árið 1974

Skemmtileg  grein birtist á heimasíðu Partille Cup í vikunni. Þar rifja þeir upp, að á næsta ári 2024 verða 50 ár liðin frá því að Fram vann sigur á Partille Cup fyrst íslenskra liða.
 
Fram vann danska liðið Næstved í spennandi framlengdum úrslitaleik 8 – 5, í flokki 14 ára drengja.
Rætt er við Atla Hilmarsson fyrrum leikmann Fram, landsliðsmann og atvinnummanns til fjölda ára en hann var í sigurliði Fram árið 1974. 

Fram stefnir á að fara með 4. og 5. fl. karla og kvenna á Partille Cup næsta sumar, það verður því spennandi að sjá hvor einhverju af þeim liðum tekst að halda upp á 50 ára afmælið með sigri á mótinu.
Það væri skemmtilegt!

Hægt er að lesa greininga hérna á heimasíðu Partille Cup https://partillecup.com/en/post/fram-was-the-first-icelandic-team-to-win-partille-cup-now-they-want-to-succeed-again

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!