Skemmtileg grein birtist á heimasíðu Partille Cup í vikunni. Þar rifja þeir upp, að á næsta ári 2024 verða 50 ár liðin frá því að Fram vann sigur á Partille Cup fyrst íslenskra liða.
Fram vann danska liðið Næstved í spennandi framlengdum úrslitaleik 8 – 5, í flokki 14 ára drengja.
Rætt er við Atla Hilmarsson fyrrum leikmann Fram, landsliðsmann og atvinnummanns til fjölda ára en hann var í sigurliði Fram árið 1974.
Fram stefnir á að fara með 4. og 5. fl. karla og kvenna á Partille Cup næsta sumar, það verður því spennandi að sjá hvor einhverju af þeim liðum tekst að halda upp á 50 ára afmælið með sigri á mótinu.
Það væri skemmtilegt!
Hægt er að lesa greininga hérna á heimasíðu Partille Cup https://partillecup.com/en/post/fram-was-the-first-icelandic-team-to-win-partille-cup-now-they-want-to-succeed-again
ÁFRAM FRAM