Knattpyrnudeild Fram og danska félagið FCK hafa komist að samkomulagi um vistaskipti Viktors Bjarka Daðasonar. Samkomulag er í höfn milli félaganna um að framherjinn ungi og efnilegi gangi til liðs við dönsku meistarana í sumar.
Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki heillaði hug og hjörtu Framara með liði Fram í Bestu Deildinni seinni hluta sumars 2023 og hefur verið eftirsóttur af mörgum af stærri liðum Skandinavíu og víðar. Þetta undirstrikar það frábæra starf sem unnið er í yngri flokkum Fram.
Til hamingju Viktor Bjarki. Gangi þér vel!