Þessar þrjár glæsilegu stúlkur spiluðu sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fram í kvöld, þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍR í Reykjavíkurmótinu.
Aníta Marý Antonsdóttir, fædd 2008 og því á eldra ári þriðja flokks, spilaði alveg góðan hálftíma í seinni hálfleik og stóð sig virkilega vel í fremstu víglínu.
Frænkurnar María Kristín Magnúsdóttir og Rebekka Ósk Elmarsdóttir, báðar fæddar 2010 og því á eldra ári fjórða flokks, komu inn á lokamínútunum og stóðu sig báðar frábærlega, María í hægri bakverði og Rebekka á vinstri kanti.
Það var frábært að sjá stelpurnar stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í kvöld og við erum virkilega stolt af þeim og þeirra frammistöðu. Enn og aftur sýnir það sig að FRAMtíðin er sannarlega björt!
Til hamingju stelpur!