fbpx
Þrjár efnilegar banner

Léku sinn fyrsta leik með meistaraflokki gegn ÍR

Þessar þrjár glæsilegu stúlkur spiluðu sinn fyrsta leik með meistaraflokki Fram í kvöld, þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍR í Reykjavíkurmótinu.

Aníta Marý Antonsdóttir, fædd 2008 og því á eldra ári þriðja flokks, spilaði alveg góðan hálftíma í seinni hálfleik og stóð sig virkilega vel í fremstu víglínu.

Frænkurnar María Kristín Magnúsdóttir og Rebekka Ósk Elmarsdóttir, báðar fæddar 2010 og því á eldra ári fjórða flokks, komu inn á lokamínútunum og stóðu sig báðar frábærlega, María í hægri bakverði og Rebekka á vinstri kanti.

Það var frábært að sjá stelpurnar stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í kvöld og við erum virkilega stolt af þeim og þeirra frammistöðu. Enn og aftur sýnir það sig að FRAMtíðin er sannarlega björt!

Til hamingju stelpur!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!